-Antikristur II - Rotinn saur-
Rotið eplið fellur sjaldan langt frá fötunni
fíflar eins og ég vaxa villt í sléttu götunni
sem lirfur verða fagrar og illgresið að blómi
í taktleysi fell ég ei að samfélagsins hljómi…
Sem illa lyktandi sápa er áður dvaldi í laugum
ligg ég núna ofnotaður á tilverunnar haugum
uppsoginn brjóstsykur og ónýttur úrgangur
viðbrenndur kalkúnn og burtskorinn “botnlangur”
“Ég er andskotans fituklessa í hjartans miðjutaugum!!!”
Tómur að innan og tilfinningalaus fjandi
tjara fyrir heila og hjarta úr sandi
ónýtur þegn og vítt þekktur fyrir leti
þekkjast mín brögð í mínu svikamylluneti…
Það er helvíti skítt ef sáðlát hefur það skárra
og skýjableik hamingjan er í höndum svo fárra
því þó ég sé hvorki fæddur né dauður
og fátækur í lífi - minn þekkingarauður
þá hrökklast ég undan augum svo grárra…
Og ástlaus eind í rósarinnar þyrni
í frumum mér hatandi meinlætiskirni
á hugum ykkar er ég nagandi naðra
nú hlustið þið ei ef ég tek að blaðra
og þó ég hafi ekki fæðst í þennan heiminn enn
þá skuluð þið hlusta - þið værukæru menn:
“Ég er drottnari í vítum öllum títtnefndum
og öskrandi af þrá - mitt hjarta nær hefndum
við áróðri mínum þið haus hafið hrist
en brátt munið þið sjá: nýjan Antikrist!!!”
-pardus-
Ok… þetta er nú bara framhald af eldgömlu ljóði sem ég sendi einu sinni inn (Antikristur) en það endurspeglar engan veginn trú mína eða hegðun!!! ;þ
Ég er nú frekar trúlaus og kærulaus hvað allt heila klabbið varðar en mér þótti nú allt í lagi að gera smá grín að aumingja Kölska í tilefni jólanna!!! ;þ
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.