Ég man það, er ég sá þig fyrst, þú hreifst mitt litla hjarta.
Það hamaðist svo ótt, svo títt, það næstum gekk úr skorðum.
Kvöldi þessu fæ ég eigi lýst með ljúfum orðum.
Ljósið þitt, það gerði mína veröld undurbjarta.
Þú sýndir mér og veittir alla lífsins leyndardóma.
Svo ljúf var sérhver stund, ég hélt mig hlyti að vera að dreyma.
Nú hlýjar sælutilfinningar um mig allan streyma
og allt í kring ég sé hve heimsins bestu dýrðir ljóma.
Þú kveiktir ást í hjarta mér og hamingju og gleði.
Í huga mínum mynd af þér ég alla tíð mun bera.
Með undurfagurt bros og augun björt þú æ munt vera
það besta sem í lífi mínu nokkru sinni skeði.