Ekkert nema orð svo máttlaus smá
á ég handa þér og finnst það miður.
Hugur minn er allt það sem ég á
ef þú vilt þá skal ég helga hann yður.
Þó ekki mun hann auðinn færa þér
má annað meira og betra í hann nota.
Sæki þér að heimsins ólánsher
hjá mér áttu ósökkvandi flota.
Ef að lífið leika mun þig grátt
læt ég ekki staðarnumið, nægja.
Að fá þig til að brosa smátt og smátt,
smæla eða verða bara sátt.
Ég mun koma þér til þess að hlæja.