Langaði að prófa að senda inn ljóð eftir mig, hef verið frekar dugleg að semja ljóð og setja inná ljod.is
þetta er bara glænýtt og ekki búið að birta það þar ennþá..

það er prósaljóð og ég mér er svosum sama hvað fólki finnst um það ^^
I write poems for my own pleasure - as absurd as it does sound :P



Ævintýralega súr draumur

Það var einn daginn
sem ég vaknaði, en var ekki vöknuð
ég bara hélt það.

Sólin skein og inn til mín barst
regnbogalitaður söngur fuglanna
sem báru mig út um gluggann

og tónarnir dönsuðu við sjóinn,
blómin brostu
ég sá í himninum hjörtu
úr bleikum skýjum

Grasið bragðaðist eins og sykur
en ég veit það bara
því vindurinn sagði mér það.

Og allt var þetta eins raunverulegt og rigningin
sem féll á andlit mitt í gær

þangað til að ég vaknaði aftur,
eftir að hafa lagt mig í sykraða grasið
og hugsað hversu súr hugur minn væri,
en þá leit ég út og sá hálfbráðnaðan snjóinn í garðinum

en ég áttaði mig á því að nú væri að vora
og kannski einhvern tímann yrði
ævintýralega súrt sumar
að mínum veruleika

en það var bara hugdetta.


~bollasúpa