Ég set stafi á blað og hvað er það sem kemur út?/
Setningar og djúpar meiningar,allar í einum hnút,hrekkur í kút/ lítill drengur inní hugarfylksnum mínum/
Því hann veit að ég hef sagt frá öllum innstu leyndarmálum sínum/í daglegu lífi við setjum upp grímur/og vonum að enginn þekki okkur/ og setjumst svo á skólabekk sem virkar einsog andlegur gapastokkur.
Allir eru eins,enginn má útúr hópnum skerast/
Og ef svo slysat til þá er sú fréttin fljót að berast/
Að Mezzias er eithvað skrítinn því hann fylgir ekki straumnum/ prófaðu að hlusta á textana hans,það mætti halda að hann lifi í draumum/
Það er rétt,ég lifi í draumi eða martröð það er vafamál/en eitt er víst að í minni sál þar brennur mikið bál/
Sem ég bið til guðs að aldrey slökknar,því þá mun ég ekki lengur geta skrifað/ og ef ég get ekki lengur skrifað þá getur hjartað alveg eins hætt að tifa/því ég skrifa til að lifa,þótt það hljómi einsog gömul klysja/ því fyrir mér er hiphop að skrifa texta þó fyrir öðrum er það að buxurnar aldrey upp að hysja.
En við þurfum að losna við þá/sem eru utaná/því undir yfirborðinu er allt það sem við nærumst á/ spá-menn/lýriskir hermenn,með engin sverð heldur penna/við gefum skít í blátt blóð,við látum bláa blekið renna/
Allir menn eru jafnir fyrir augum móður náttúru/við höldum þeirri staðreynd hátt á lofti meðan við rústum öllum múrum/ sem milli mann hafa verið byggðir,í gegnum aldirnar og árin/því áframhaldandi deilur gera ekkert nemað rífa upp gömlu sárin/
—-
Yo,komandi frá Íslandi,ég held ég verði að útskýra/að íslenska tungan er mér kær og ég tel hana mæta og dýra/ hvernig er annað hægt en að sýna virðingu einhverju með svo aldagamla sögu/einhverju sem hefur fylgt þessari þjóð bæði á góðum og slæmum dögum/ í gegnum þykkt og þunt,sameiningartáknið eylífa/málið er eithvað sem gæti ekki verið skorið frá mér með krafti allra beittustu hnífa/ekkert gæti fengið mig til að hætta að nota íslensku í rímum/ekki einusinni dauði gæti fengið mig til að hætta þessum skáldskaap mínum/
Sem ég hef verið að þróa,í rúm 7 ár/til að ná þeim stíl sem ég hef hefur kostað blóð,svita og tár/ og blóðið rennur enn,og líka svitinn og tárin/því mann dreynir á hverri nóttu að maður fullkomnun nái/
En það tekur víst,heila mannsævi/að ná svo fullkomnu valdi á bæði texta takt og flæði/ svo að eylífu,mun ég halda áfram að skrifa/því eftir að ég dey munu mín orð áfram lifa.