Ég er ekki sammála þér með forliðanotkunina, forliðir eru góðir og gildir og ég sé ekkert athugavert við þá.
Alls staðar þar sem ég hef séð ritað um bragfræði er minnst á að ofgnótt af forliðum sé einfaldlega ljótt.
“Ekki er fallegt að nota mikið af forliðum. Þar ber að gæta hófs.”
Jón Ingvar Jónsson.
“Stundum kemur það fyrir að skotið er stuttu áherslulitlu orði fremst í ljóðlínur og nefnist það forliður. Telst hann yfirleitt nokkurt lýti svo ekki skal nota hann að þarflausu.”
Hallur Reynisson
þessu ljóði er hvergi ofstuðlun. Reyndar geri ég mig nokkuð oft sekan um að ofstuðla, enda finnst mér það ekki mjög alvarleg frávikning frá reglum stuðlasetningar. En það er bara mín skoðun. Eins og ég rökstyð annars staðar er “blýantinn brýt” í þessu ljóði ekki dæmi um ofstuðlun. Þá er hér hvergi ofstuðlað með sérhljóðum, bentu mér endilega á það og ég skal éta hattinn minn ef svo er.
Eins og með forliðina er bragfræðin einfaldlega ekki sammála þér með þetta. Reyndar er þetta með “blýantinn brýt” ekki skilgreint sem ofstuðlað heldur nefnast þeir aukastuðlar. Svo ég vitna aftur í Hall sem er með fræðandi vefsíðu á ismennt léninu
http://www.ismennt.is/not/hbr/:
"Ekki er leyfilegt að vera með auka stuðlapar, það kallast aukastuðlun.
Stærðfræðinnar námið nú
nokkuð
gagn mér gerði,
er það ykkar…
… …“
Hvernig er þetta öðruvísi en með ”blýantinn brýt“?
En fyrst við vorum nú að tala um ofstuðla en ekki aukastuðla upphaflega ætti maður að koma með skilgreininguna og sjá kannski eitt dæmi til að átta okkur á hvað það sé. Svo ég vitni nú í Jón Ingva
”Alls ekki mega vera fleiri en tveir stuðlar í ljóðlínu sem ekki hefur fleiri en fimm bragliði.“
En hjá Halli er svo aftur skemmtilegt dæmi með:
”Ekki er leyfilegt að fleiri bragliðir en fyrr er getið stuðli saman, það kallast ofstuðlun.
Fljótt oft fíflin finna tjón,
fagurt ekkert kalla.“
Þannig línur eins og þessar:
”Ég finn að
innst inni býr
ást mín og þrá“
Ӄg ber
ennþá innanbrjósts
örlitla þrá"
Það sem þú kallar “nástöðu” segirðu mjög ljótt. Það er þín skoðun, en hún er öndverð minni. Að tví- og jafnvel þrítaka sama orð milli lína er afar algengt í skáldskap. Mér er nærtækast að benda á erindi úr frægu kvæði:
Látið hlæja og gráta af gleði
gítara og mandólín.
Katarína, Katarína
Katarína er stúlkan mín.
Þér hlýtur að þykja Davíð Stefánsson mjög lélegt skáld (eða hvað?)
Það er stigsmunur á þessu. Hér er það sem þú vilt reyna að gera sambærilegt við þinni nástöðu sérnafn og er upphrópunarliður og því er allt öðruvísi “fílingur” fyrir því, sérstakelga þar sem hann endurtekur tvisar, í stað þess að leynist einhvers staðar sama orðið sem sýnist ekki þjóna neinum fagurfræðilegum tilgangi, heldur meira hjálpi forminu þar sem sem hugdettan er höfuðstafur næstu línu:
“Og einstaka sinnum ég hugdettu hlýt
en hugdettan fer,”.
Hvað mér þykir til Davíðs Stefánssonar kemur málinu nákvæmlega ekkert við, en ef þú þarft að vita það þá finnst mér hann ansi góður.