Gríma
Ég lít í spegilinn
og sé þar unga stúlku.
Unga, hamingjusama stúlku. Ekkert vantar. Ekkert óþarft.
Þessi stúlka býr í mér.
Ég bý í þessari stúlku.
Ég sé á bakvið augun.
Ég heyri á bakvið eyrun.
Ég kalla á bakvið munninn.
En þú;
horfir gegnum augun.
Talar gegnum eyrun.
Og heyrir gegnum munninn.
Og veist, að þar er ég.
Spegilmynd
Ég gekk um eyðimörk
og vildi finna vatn
því ég hafði gleymt hvernig vatnið bragðast.
Ég gekk um eyðiveg
og vildi finna mann
því ég hafði gleymt hvernig mennirnir eru.
Ég gekk um allan heim
og vildi finna þig
því ég hafði gleymt hvernig ég sjálf leit út.
Því í augum þínum
speglast allt
og þar er ég.
Fjarlægð
Kirsuberjablómin
springa út
Vor í Japan
Geisja, í fagurraðum kimono
gengur á móti mér
með útbreiddan faðminn
Laufin bruma
falla af
snjókornin falla
og blómin springa út
en aldrei kemst ég nær.
Svik
Ég finn hlýjan
andardrátt þinn
leika um andlit mitt
ég get greint hvert
smáatriði í fegurð
augna þinna.
Við liggjum hlið við hlið
Horfum í stjörnurnar
Kalt, döggvott grasið
kitlar aftanverðann´
hálsinn minn.
Hárið fýkur um
í vindinum, sme
þýtur yfir klettinn
þú heldur mér
brosir
og sleppir
Ég hrapa niður
gengum loftið
ofan í sjóinn
sekk niður
á botn.
´
Sjórinn er saltur
af tárum mínum.
Fegurð
Allt í kringum mig
brosir fólk, talar og hlær
En ég sé ekkert
því í hinum endanum
situr þú
og fegurðin stal orðum mínum
Augu þín rífa hjartað úr mér
Bros þitt stingur augun
blóðið lekur niður
Beauty is pain.
Chuck Norris getur deilt með núlli