Hve sorgin köld
kemur ofurhljótt
með sín villtu völd
á vetrarnótt

Hún sækir í sálir
er svengja í ást
Duflar, dregur á tálir
þær sem draumurinn brást

Hún happi hrósar
hlær svo dátt
Sál rauðrar rósar
rekur hníf í brátt

Hún fyrir víst veit
að vesæl mey
Ein bíður hljóð heit
henni neitar ei

Ó þú sorgin svarta
sæktu mig fljótt
Þetta hálfa hjarta
vill hverfa í nótt

skramu