Ég lít í spegil, með þrútið andlit, rjóð
ég lít á gólfið, brátt verður þar blóð
og líkami, já líkaminn mun falla
er ég heyri rödd, rödd Guðs míns kalla.
Ætli sálu minnar verði saknað
er lífið mitt það hverfur allt uppraknað
en sjálf ég sit hér ein með söltu tárin
þau meiða miklu meira en sjálf sárin.
Ég tek hann upp, ég tek upp þennan hníf
ætla á þann hátt að taka líf
ég var hötuð,ég var elskuð, orð gegn orði
en á meðan liggur enn eitt lík á borði.
Nú er ég farin, kem ég aldrei aftur
tók hann mig, ó þessi sterki kraftur
er ég dáin eða telst það ekki með
þegar maður er eins og ég, eitt lítið peð ?