Til vinkonu
Fyrirgefðu ef ég reynist í orði,
ódæll og færi þér særindi að borði.
Þú ert umkringd vinum sem vita best,
valhoppandi á of háum hest.
Enginn þér neitar né mælir í mót,
en….
Mark tekur enginn á dekraðri snót.
Áskorun
Væri nú gaman af vísu´ eða kvæði,
vandlega skrifuðu á þessu svæði.
Gaman ef sniðug og glettin hún væri,
geðveik hún yrði ef væri hún bæði.
Frábært það yrði ef betur til tækist en til stæði!