leynd falin kjarnorkan streymir óheft
tveir fölbleikir blóðfullir skinnpokar
mynda æðsta sköpunarverk dauðvona guða
erlend tunga þín þýðist svo mjúklega
yfir á tungumál þögulla elskenda
glóandi augu þín geyma skilning og ást
meðan hjartað pumpar lífsins vökva
við svífum hlægjandi svo leikandi létt
tímavörður dauðans glottir lymskulega
á frjálsar sálir dansandi lífsins tango
ofar veraldlegum tíma og efnislegu rúmi
“True words are never spoken”