Lífsklukkan hægir á sér
líflöngun hættir með
ég sest niður og græt
einmana, sorglegt peð.

Lífið það hefur brugðist
eins og allt sem ég geri hér
ég get ekki neitt, þetta er skrýtið
hvar sem ég er er það fyrir þér.

Ég gæti eins sleppt, bara tapað,
það heiminum yrði til góðs
ef ég gerði það núna, ó Guð minn
skæri mig bara til blóðs.

En ég gefst ekki upp, ekki svona
ég ætla að taka lífið í gegn
þó ég sé ófríð, og þó ég sé fyrir,
þá verð ég um sinni lífsins þegn.

Hm, ég ætlaði að láta þetta enda öðruvísi en ákvað að það væri komið nóg af ljóðum eftir mig sem enda á mér að drepast..hehe:D Svo, því miður, þið losnið ekki við mig..ekki alveg strax allavega..=)
Kveðja,
Eyrún