…tvö saklaus blóm sitja og stinga saman nefjum
…umlukin grasi, þau brosa svo blítt
…sólin skín bjart, og næturnar langar,
…í líkama þeirra brennur ástin svo hlýtt
…en fljótlega dregur ský fyrir sólu
…myrkrið það hylur stönglana tvo
…og heyrist hávaði, sem yfirtekur hljóðið,
…og það heyrist ekki er þau hvísla “ég elska þig svo”
…þau falla í dauðann, er hjörtun gefast upp
…þau vilja ekki lifa, ekki dimmunni í
…gefa upp öndina, blóm, saklaus ástin,
…því fyrir lífsins sólu dró myrkra ský.