Fjandi er kalt í þessu kofaskræfli
eini ylurinn frá þunnum úlpuræfli
glugginn fastur opinn, það er skítkalt
einhvernvern eginn arinnviðurinn ofaní vatnið valt
svo hann er allur blautur og fúinn
og auk þess er allur maturinn búinn.
Vindurinn glugganum lokar fast
rúðan brotnar í mél, vonin um hita brast,
upprunalega var þetta skemmtiferð, en á leiðinni varð ég þyrst,
í sjoppunni var röðin löng og ég var ekki beinlínis fyrst
Þegar ég loks hafði fengið að drekka
kærastinn hafði þá rænt bílnum, ég hristist af ekka,
gekk ég þá afganginn af leiðinni
sá búsaðinn fljótlega upp á heiðinni.
Skjálfandi á beinum upp hurðinni hrinti
í eldhúsinu úldið uppvask synti
ískápurinn girnilegur og risastór
í maganum garnagaulirnar sungu í kór
ég reif upp skápinn, það er eftir engu að bíða
þegar ég sá hann var tómur, fór hungrið að svíða
bölvaður kærastinn, ég er í bústaðnum þínum
nenniru að skila mér bílnum mínum?
Reiðin innra með mér bullaði og sauð
en ég fann á endanum grjóthart brauð,
maulaði það í algjerri þögn
saknaði kærastans ekki agnarögn.
Núna er engu hægt að breyta,
sjoppan lokuð, hvert á ég að leita?
Gemsinn görsamlega sambandslaus er
oh, þegar ég næ í skottið á þér!
En að lokum undir teppi ég fer að sofa
í þessum anskotans ískalda kofa.
Svo vakna ég, teppið gegnfrosið
ég hefði frekar dúnsængina kosið.
Ég hafði að minnsta kosti ekki lífinu enn tapað
staulast inn í eldhús, vá, þá var sko gapað,
kærastinn sat þar með beikon og egg
brosti blíðlega með nýrakað skegg
ég segi; ‘’komstu aftur með minn bíl?’’
‘’Já, en rosalega er kalt fyrsta apríl!’’
Æi, en ömurlegt aprílgabb
ég hefði ekki þurft að leggja á mig þetta labb
en ég brosti bara, var svo ánægð
að geta bara lifað með hægð.