Rigningin bylur hátt á glugganum
mínum í kvöld.
Vindurinn hvín og hálfkæfð óp
heyrast í myrkrinu,
en á lítil tár sem renna hljótt
úr sorgaraugunum,
lýsir máninn upp og
stjörnurnar skína með.
Lítill svartur klumpur
slær veikt úr brjósti mínu.
Einu sinni var glatt hjarta þar,
en það var fyrir löngu síðan.
Minningar skjótst fram í hugann,
þegar ég var að kynnast þér.
Lífið svo “perfect” og yndislegt
hjartað á lífi enn,
- en það var fyrir löngu síðan -
Árið leið og sárindin urðu aðeins meiri og meir,
lygar, köll eða stelpufans.
Aumingi, drusla, fífl eða tuska?
fyrir þér er ég það allt!
Aldrei breytist mannveran,
ætli ég sé ekki orðin vön því
en hjarta mitt þolir ekki meir
Enda svart og löngu dautt.
Lítill svartur klumpur
slær veikt úr brjósti mínu.
Einu sinni var glatt hjarta þar
en það var fyrir löngu síðan.
- hjarta mitt þolir varla meir
enda svart og löngu dautt -