Það var myrkur hjá mér í dag,
sálin snökti og hjartað grét,
líkaminn hristist og illa lét,
það var myrkur hjá mér í dag.
Það var myrkur hjá mér í dag,
er hjarta var brotið og hjarta var kramið,
hjarta var nauðgað og hjarta var lamið,
það var myrkur hjá mér í dag.
Það var myrkur hjá mér í dag,
ástin fór og skildi eftir tóm,
ástin hún fölnaði eins og lítið, saklaust blóm,
það var myrkur hjá mér í dag.
Það var myrkur hjá mér í dag,
þú gekkst út og skildir mig eftir í tárum
hjarta í molum og sálina í sárum,
það var myrkur hjá mér í dag.
Það var myrkur hjá mér í dag,
er ég uplifði sorgina, sorg yfir ást
þetta var vatnshelt, stormhelt, en brást,
það var myrkur hjá mér í dag.
Það var myrkur hjá mér í dag,
og snöktandi teygði ég hendi í hníf,
lagðist niður og skar, tók mitt eigið líf,
það var myrkur hjá mér í dag.