From: lubbi klettaskáld
Date: Tue, November 20, 2007 3:10 am
To: god@heaven.org
Priority: High


kæri guð,

ég vona að ég trufli þig ekki
vil alls ekki tefja þig
við matarborðið
eða við bænalestur.

hef bara verið að
spá
og
spekúlera
um
hitt og
þetta.

eins og til dæmis
af hverju þú hjálpar ekki
fólkinu
þarna í
stríðinu

er það vegna þess að
það trúir á annan guð en þig?
eða af því að það
hjálpar sér ekki
sjálft?

og af hverju deyja svona
mörg börn
í heiminum?
1 barn á mínútu
er það ekki?
eru foreldrar þess ekki nógu
trúuð?
eða er það bara til að jafna
töluna?

og segðu mér alveg satt,
hjálparðu í alvöru
fólkinu í raunveruleika
-sjónvarpinu
þegar það biður þig um það?
og blessarðu í alvöru
ameríku?

hvað með önnur lönd þá?

ég veit ekki með þig
en mér finnst ósanngjarnt
ef þú blessar bara eitt land
en ekki hin…

og hvað er málið með son þinn
jesús?
er hann eitthvað á leiðinni
aftur á jörðina?
það hefur nefnilega verið
beðið eftir endurkomunni
síðan hann dó.

og já, gleymdi því næstum,
hvað hefurðu svona á móti samkynhneigðum?
elska þau eitthvað
öðruvísi?
er fólk kannski bara að
mistúlka
orð þín
sem þú skrifaðir í biblíuna,
eða var það ekki
annars þú sem skrifaðir hana?

bestu kveðjur,

þinn lubbi


—– The following addresses had permanent fatal errors —–
[god@heaven.org]
(reason: 550 5.1.1 [god@heaven.org]… User unknown)