eitt langt ljóð sem ég samdi meðan ég var veik
Það er til lítil vera sem býr í sturtunni
hún klípur þig í rassinn á verstu stundinni.
Já þannig hefst nú sagan mín
sem er varúð frá mér til þín.
Pabbi var í óða önn við að mála húsið sitt
þegar ég lenti í því óhappi að fá málningu yfir andlit mitt.
Auðvitað dreif ég mig í sturtuna,
já beinustu leið undir bununa,
stuttur tími leið,
en ég eftir engu beið
vatnið hitnaði fljótt
en þá var útlitið ljótt.
Helltist yfrir mig drullumall
sem lyktaði ver en sveittur kall.
Hugmynd um veruna læddist þá að mér,
,,Núna skal ég sko hefna mín á þér!''
ég hélt áfram að tala en sparaði ekki háðið
mamma gægðist inn, en úr því engu fékk ráðið,
hún dreif sig bara út og skildi mig eftir eina,
já skildi mig eftir, ekki beinlínis hreina.
Þá fékk ég hugmynd fyrir veruna furðulegu,
að hún hefði gott af einhverju eftriminnilegu.
Ég klæddi mig í fötin en var þá klipin í rassinn
ég öskraði hátt en við það var lamin á kinn.
Ég varð að drífa mig til hefndaraðgerða
dreif mig í því að hugann minn herða.
Ég prufaði að stóra hnífinn í eldhúsinu að góma
en hann var svo stór að ég skildi skúffuna eftir tóma
svo honum ég skilaði aftur
og ákvað að mér nægði minn eigin kraftur.
Uppgötvaði ég þá að hún fyrir framan mið stóð
hún virstist vera alveg bandóð
þetta var skrímsli semm var alls ekki fallegt
en hvað hún var lítið, það var meira en passlegt.
Hún stökk á mig og kyrkti mig næstum
þá tók ég eftir á henni gimsteini glæstum.
ÉG spurði hana blíðlega hversvegna hún þetta bæri
hún svaraði því að þetta hjarta hennar væri.
Ég gerði tilraun til að rífa það af
en í staðin fór hönd mín oní hana á bólakaf
hún glotti og flissaði en ekkert sagði
kannski hún hélt það væri best að hún þagði.
Þá fékk ég þessa brjálæðislegu hugmynd
en svo margt myndi skemmast að það væri synd.
Kom þá bjargvætturinn, loðinn og lítill,
þetta var nefnilega hundurinn minn, hann Trítill.
Hann beit í veruna togaði og tætti
í fleiri bita en ég segja ykkur ætti
Bara svo þið vitið það getur þetta líka hent ykkur,
sem dæmi finnst mér vatn ekki lengur vera drykkur.
VARIÐ ykkur sturtu verunni á
því hún gæti leynst ykkur heima hjá.