Tárin niður lítið andlit renna,
litlar hendur leita stærri í,
ég horfi á og finn hjartað brenna,
fyrir sálina í mér dregur vindaský.
Hvers vegna ræður ríkjum sorg en ekki ást ?
Hvers vegna er hatur mikils virði ?
Þó að fyrsta, önnur, ástin brást
hatrið, það er bara huglaus byrði.
Barnið grætur, og hjarta fer að tárast,
sálin opnast, hlýju ýtir burt,
ég finn allt það góða klárast
en það vonda, það illa situr kjurt.
Brest í grát og enda svo í sorg,
ég veit nú fyrir víst að illa vinnur,
langar eitthvað burt úr minni borg,
sá sem leitar hið góða alltaf finnur.