Ég skein eins og sumarsólin
Hlýjan úr bræddu hjarta mínu
Sást hvert sem ég fór
Ég sá ekkert nema þig
Í myrkrinu varstu ljósið
En brátt fór að líða að lokum
Þú fórst einn daginn
Allslaus og án mín
þú gleymdir því að ég myndi deyja líka
Ég sá ekkert nema þig
Ljósið deyr að lokum
Ég kvaddi þig með trega og tárum
Í von um að ég fengi að fara með
En einhver varð að vera hérna
Ég þurfti að passa ástvini þína
Ég sé ekkert lengur
Kraftur dagsins hvarf líka
Ég minnist þín ennþá
þrátt fyrir reiðina
Þú er minning mín
ljúf of sár
Ég þarf ekkert að sjá
Ég lifði þig, ég lifi allt
….kom uppúr mér fyrir ekki svo löngu. Tilfinningar þess að missa minn heittelskaða, sem fyrirfór sér fyrir tveimur árum (dó þó ekki fyrr en mánuði seinna)
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"