Hæ, Ég er nýr hér og áhvað að skella inn ljóði sem dóttir mín gaf mér leyfi fyrir að koma á framfæri, Hún bjó þetta til sem mér finnst það mjög sérstakt. Þetta er kannski ekki beint ljóð en flokkast undir því.
Ástin byrjaði þetta sumar
Þú elskaðir mig
Ég finn enn lyktina af grasinu
Og hvernig þú straukst fingurgóma mína með þínum
En þú sagðir nei
Hjartað mitt neyddist til að halda áfram að slá
Minn tími var ekki kominn
Ég fölnaði að innan
Haust gékk í garð
Laufin falla af trjánum og rigningin tekur völdin með myrkrum dögum
Í hverju myrkri er ljós
Þú varst það
Hvernig gat ég ekki elskað þig…
Skoðanir vel þegnar og biðst forláts á stafsetningavillum. Takk takk