Þú sérð mig einmana sál
sem þúst í þokunni
svarta sem sótsvart myrkið
sem umlykur mig.
Þú sérð ei tár mín
hörð sem hagl
mola sundur bergið
er ég stend á
blandast hafinu
sem grætur með mér.

Ég sé þig máttvana
hrísla á bjargbrún
horfir til mín votum augum
leggur blóm á vota gröf mína
og hlustar
á hafið syngja sorgaróð.
Ég sé tár þín
bræða burt snjóinn
og kuldann
í sálu minni.
—–