Ef aðeins ósk ég ætti
ósk að óska mér
Ég dagdraumunum hætti
og væri æ með þér.
En þó ég alveg viti
allt um okkur tvö
þá slokknar ei sá hiti
sem fyllti lífin sjö.
Við leiði þitt er byrgi mitt
því ég finn fyrir þér
ég man svo blítt, hvað allt var hlýtt
er varstu hér hjá mér.
ÉG elska þig, ei kveðja mig, ég óska þess að þú sért hér, hve heitt ég óska þess, æ elsku vinur, vinur minn, vinur vertu bless