Í garðinum á bak við litla húsið
á Grettisgötunni
eru bjagaðir snúrustaurar.
Tveir einir
standa þeir.
Á móti hvor öðrum.
Að sjá þá
álengdar.
Minna þeir á par
sem er í þann mund
að fallast í faðma.
Snúrurnar
sem tengja þá saman
eru sem
tilfinningar
vináttu og ásta.
Enhvern daginn
ná þeir kannski saman.
Eins og í sögu
Barböru cartland.