;

allt sem þú sagðir,
öll loforðin sem þú braust.
ég treysti þér svo vel,
og allt var á góðri leið
hvað gerði ég rangt ?

þegar þú sagðir mér
að þar væri önnur en ég
var ég viss um að öllu væri lokið
tilfinningin var hræðileg,
og þú hélst áfram að særa mig,
ég leyfði þessu að gerast
of hrifin til að reiðast.

lokaðir svo á mig,
var hálffegin og reyndi að gleyma,
svo kom að því að þú komst aftur
lofaðir öllu góðu,
þá of hrifin til að muna.
Leyfði þér að snerta - leyfði þér allt.
Fór svo heim, hélt að allt væri í góðu

Lokaðir á mig aftur ,
eg skildi ekki afhverju,
spurði og fékk svar.
svar sem mun ekki vera tekið til baka.
Heyrði svo sögu.. sögu sem særði mig
Þú veist aldrei hvað þú vilt,
Neitar mér eftir allt sem ég reyndi
lofar mér góðu meðan þú lofar henni því líka.

Þetta kvöld kenndiru mér að
enginn , ekki nein manneskja mun fá að
traðka á mér og koma jafn illa fram við mig
og þú fékkst.

semsagt já.. tilfinningaútrás í orðum :)