Ég man er ég leit á þig augum fyrst
Þú varst bara eilítil snáta
Fegurð þín var þá sem mesta list
Hún fær mig enn til að gráta

Mig verkjar í hnén af ásjónu þinni
og finnst þá sem ég detti
Ást mína gagnvart þér byrgi ég inni
fyrir þig, ég flygi fram af kletti


Til þín yrki ég þetta ljóð
og læt það til þín senda
ó vertu mín, þú fagra fljóð
því annars er líf mitt á enda
A