Kvæðið skiptist í þrjá hluta, fyrsti hlutinn nefnist Eymdaróður, annar kallast Náttúrulyst og þriðji ber nafnið Munaðardæla. Í Eymdaróði lýsir Eggert dökkum hliðum þjóðlífs, sakar fólk sinnar samtíðar um að grípa til heimsku í stað visku og gagnrýnir mikið hjátrú og fáfræði. Í Eymdaróði er lýst drungalegu lífi hjá hjátrúarfullum og lötum bónda. Notar Eggert óspart orð eins og myrkur og þoka um líf hans. Eggert hvetur til að á heimilum sé viðhöf guðrækni og að húslestrar séu stundaðir ásamt sálmasöng, eða eins kemur fram í þessum línum úr Eymdaróði:
Skoðun guðs í verkum veru.Hins vegar í öðrum hluta kvæðisins Náttúrulyst er annað upp á teningnum, þar lýsir hann ungum bónda sem er um þá mund að hefja búskap. Til að byrja með er ungi bóndinn með tvær hendur tómar og vondaufur en með vinnusemi og virðingu fyrir náttúrunni kemur hann sér upp fyrirmyndabúi. Eggert gerir mikið úr að lýsa fegurð náttúrunnar eins og kemur fram í þessum línum:
Vill hann ei þína hvörsdags hrygð:
Full af yndæli flest þau eru:
Fæekk hann þér í þeim miðjan bygð.
Að Admas straff og eymda þján
Æ mýkist fyrir herrans lán
Sólin brauzt fram úr frænu skýi.Eggert lýsir sólarljósinu og fegurðinni í náttúrunni og er mikill vottur um bjartsýni í þessu hluta kvæðisins. Þriðji og síðasti hluti kvæðisins Munaðrdæla er draumsýnin í Búnaðarbálki. Þar lýsir Eggert góðum búskapi, lífinu í sæludalnum, vetrarvinnu og skemmtunum eða öðrum búverkum. Eggert lýsir því einnig hvernig eigi að koma upp nytjagrösum eins og matjurtum og læknajurtum. En séra Björn mágur hans er talin fyrstur Íslendinga hafa ræktað kartöflur. Einnig lýsir Eggert hinni fullkomnu bóndakonu en hún sér um að áhveðinn ráðvendisbragur ríkji á heimilinu eins og hann lýsir í Munaðardælu.
Fegurð veraldar lýstist öll:
Allt var á beztum blóma-stigi.
Blikaði gras um rakan völl.
Náttdaggar knappa silfri sett.
Smaragðar vóru ’ í hvörjum blett
Hennar guðhræðslu’ og dygða dæmiBúnaðarbálkur gefur góða mynd af anda upplýsingarinnar sem einkenndist af framfaratrú og skynsemisþrá. Án þess að rekja nánar innihald Búnaðarbálks verður ekki komist hjá því að nefna það aftur að líklega sé fyrirmyndin að skynsama bóndanum í Munaðardælu, mágur hans séra Björn Halldórsson, sem á sínum tíma þótti mikill fyrirmyndabóndi.
Dagliga skín, sem fagrt blis:
Hjúum allt kennir sem þeim sæmir.
Síðar börnun og heptir ys.
Illmæli, klám og arga-fas.
Ósamþykktir og heimsku þras.