Eitt sinn, átti ég þig
Eitt sinn var lífið svo gott
En örlögin hafa leikið mig
Tóku englar þig á brott
Brotnaði hjartað, brotnaði sál
Er þú hvarfst á braut
Mögum fannst það ekkert mál
Að komast yfir þessa þraut
En er ég í rúmi lá
Reikaði hugur um heima
Oft á himnum þig ég sá
Mér var ekki ætlað að gleyma
Ég er fugl sem á jörðu situr
Vængbrotinn og flýg ei meir
Kemur rigning, vindur bitur
En fuglinn situr, þar til hann deyr
Svo líkt og draumi birtust þeir
Verur, fullkomnar á allan hátt
Sögðu mér að syrgja ei meir
Allt yrði betra brátt
Hóf mig á flug, flaug ég skjótt
Hvert, hvernig vildi svar
Heilan dag, og heila nótt
Endaði lokst þar
Við vorum saman í paradís
Erfiðir tímar loks að baki
Þarna sátum og tíminn frýs
Sitjum og elskum, undir sama þaki