Siglir sæll morguninn eftir dagsbirtunni
fær sér orku í dós frá sólu
segir stríð á hendur snjónum
rignir ofan í malbikið
Hádegi, áð fyrir afgang ferðar að kvöldi
hægt gengur og hægt er að fylgjast
með sólinni ramba löturhægt
eftir barmi sjóndeildarhrings.
Endir dags, endar ferðin
sólin hvílir sig
og dagur verður nótt.

Rís máni úr rekkju
geispar við rúmstokk
og hefur göngu sína eftir fjöllunum
heilsar hverri stjörnu með virktum
og horfir á milli á drukkið fólkið
ráfandi um í svefndrukkinni borginni.
endir ferðar nálgast
og myrkrið baðar sig í birtu sólar
sem vaknar brátt
og hefur göngu sína á ný.
—–