ég geng
meðfram sjónum og hugsa um daginn
sjávarlyktin opnar hugann
ég finn að mér líður betur

ég rölti
um bæinn og skoða húsin
þau segja hvert sína sögu
sögu, sem fáir staldra við til að heyra

ég sit
á bekk og horfi á fólkið
sem gengur hjá
léttklætt í sólskininu

ég keyri
um göturnar ásamt hinum bílunum
hlusta á regnið dynja á rúðunum
taktfast, á leiðinni heim

ég ligg
uppí rúmi og læt hugann ráfa
um atburði dagsins og ævintýrin sem bíða
og finn svefninn læðast að
Kveðja,