Hvernig sem ég lít á þig og hugsa með mér – vinur
Verð ég tómur hérna inni í mér – ástarengill – linur
Þú fagra stelpa munt líklega aldrei vita
Um mitt berjandi hjartapúl og sálarsvita
Við það eitt að líta á hvernig þú situr
Á kinnum mér kemur – rauður roðalitur…
Ég skreið upp úr dýpstu Niflsheims kjallarakitrum
Reif mig upp á hárinu – með hjálp frá sálum vitrum
Ég sór þess eið að fara aldrei þennan slóða
Sem kærleiksþræll í heimi ástfanginna og óða
En þar stóðstu og eyðilagðir allt fyrir mér
Með því að vera fögur – og vera hér…
…
Ástin tekur allt – dregur hjörtun niður í dá
Hjarta mitt falt – þegar þú gengur mér hjá
Ég vildi vera kaldur – lifa að eilífu einn
Þú ert örlagavaldur – og ég get ei staðið beinn…
Hné mín kikna – grunnsæu augu mín stara
Aðrar stúlkur blikna – gefast upp og allar fara
Því þegar þú talar og orðin renna út sem silkiflaumur
Ég vona… ég vona… að þetta sé ekki bara draumur…
…
En spurningin brennur á mínum vörum… sjóðandi heit
Sálin mín bíður í ofvæni – enginn sér – enginn veit
Hvaða tilfinningar berast um í brjósti þínu?
Veist þú að þú átt – helming í hjarta mínu?
Mun ég vakna upp og sjá þig hjá mér?
Muntu lesa þetta ljóð og fara frá mér?
…
Bara vinir – ekki misskilja – það er víst eina leiðin nú
Þó að í hjarta mínu gisti sál – og þú er fagra sálin sú…
…
Ástarsorg ef þú faðmar mig og ferð svo grunlaus frá
Hjartasorg ef þú kyssir mig og dvelur svo mér hjá
Söknuður ef ég heyri ei í þér
Sorg ef ég hef þig ei hjá mér
Hjarta mitt er opið sem dyr
Fallinn fyrir ástinni – sem fyr…
…
Ég hef fundið mína einu réttu nú
Hvern hefði grunað…
Að það værir þú…?
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.