undir iljum vorum liggja dauðu líkamsleifar fagurra trjáa rotin
við spúum eiturlofti með hverri öndun – við erum veira
himinhvolfin tærast upp og deyja – þau þola ekki meira
fuglarnir baða sig í svarbrúnni eðju og kafna
en okkur er nákvæmlega sama hvar þeir hafna
því við erum guðs eina útvalda dýr
til að drottna hér – blómgandi og hýr…
konungar soga í sig allan lífskraft verkamannsins þreytta
og þola hvergi að koma þeim nærri – snerta almúgann sveitta
sýklar leynast frekar á þeim er dugmiklir eru og iðnir
hroki fína fólksins – þeir tímar munu aldrei vera liðnir
brauðskorpan er drýgð með vatni og baunum
með konungar taka sér eðalvín að launum
telja sig vera þjóðfélagsins gagn
og gleypa í sig ógnarlegt fjármagn…
einelti gegn þeim sem öðruvísi eru – hinir sterkari lifa ávalt af
fullvissir um sína yfirburði þeir taka sálirnar – dýfa þeim á kaf
morðingjar taka sín fórnarlömb – slátra – húðina flá
nauðgarar ráðast á lítil börn – kæfa þau deyjandi blá
svikarar leynast í sálum og brjótast út um síðir
því mennirnir hafna aftast – þeir sem eru blíðir
ósýnileg harka ríkir á Jörðunni köldu
ég bið guð um enn eina syndaflóðaöldu…
…
drekktu mér guð…
þó ég sé ungur drengur…
ég þoli þetta suð…
fjandans hávaða – ekki lengur!!!
…
hugsjónir – koma furðulega fyrir sjónir hrokafullra hræsnara
þeir sjá ekki hvar lífsmörkin taka upp sinn farangur og fara
flýja frá þjóðum sem menga sína sál að innan og deyja
þar sem fólk eins og ég – elskar allt – en verður að þegja
hvernig get ég snúið taflinu við? breytt öllu aftur
þegar þögnin ein er hlustandinn – mállaus kjaftur…
hugsjónir – óskir þeirra er kunna að láta sig dreyma
þrár um lifandi tré og ár sem fram kristaltærar streyma
jafnræði fyrir lögum sem allir kunna að sættast á
og lifandi gleðitilfinningar sem aldrei munu falla frá
náttúran myndi fá púlsinn aftur – slær að nýju hennar hjarta
og fuglarnir flygju hreinir um himnana bláa og bjarta…
…
hugsjónir og óskhyggja eru eins í brengluðum heimi
öllum er sama þó ég sjái sýnir og þó mig fallega dreymi
því enginn kann að hlusta lengur á innihaldslausan draum
hver einasta sál lætur sig hverfa inn í þennan fjandans mannaflaum…
Óskhyggja – þar sem göturnar liggja og sálirnar þegja
Draumar fagrir – heilar allir magrir
…fólk allt er smám saman að deyja…
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.