Viskuklettur, fundinn fengur.
Í minningunni lifir lengur.
Við vini sína aldrei vargur.
Varð hann af því vinamargur
Um fjársjóð þann er dauðinn kyssti.
Vissu færri þar til missti.
Viskuklettur, klár og hraustur.
Vinum sínum trúr og traustur.
Ég gæfi hlut af ævi minni,
ef fengi að hitta hann öðru sinni.
Engan þekkti betri mann.
Heima í dalnum hvílir hann.
Á viskukletti er eini gallinn.
Að Þorbergur er frá oss fallinn.
Fallna hetju sem við gröfum.
Eina huggun hin þó höfum.
Það vita þeir sem þekktu hann náið.
Að orðstír getur aldrei dáið.
Í minningu um Þorberg Gíslason 03.09.85-08.07.07