Þetta er gamalt ljóð eftir mig. Mér fannst ég bara verða að senda inn EITTHVAÐ fyrst ég er ekki búin að gera það svo lengi. (Don't worry Gústi, það er ekki um þig eða tengist þér neitt!) ;)



Ég elska þig
svo sárt
að hjarta mitt grætur.

Svo brjálæðisleg ást,
eldur sem logar,
bál sem fuðrar upp
og verður að engu.

Og eftir stend ég
með minninguna
sem skyggir á allt annað.

Kaldhæðnislegt
að það sem aldlrei getur orðið
skuli koma í veg fyrir það
sem eitthvað ER.

Ást, sem í samanburði
við minningu eina
virðist kulna.

Ljúfsára minningu…


Þetta er væmið ég veit, en ég fæ samt vonandi einhver stig, ekki satt? ;p Djók! Ég er bara búin að vera svo dauð í kollinum að ég var komin með samviskubit yfir þessu og vanvirkni minni hérna á huga, sérstaklega á ljóðum.