Ég veit aldrei hvað ég á að nefna ljóðin mín, en tillögur eru vel þegnar….
Lítill fugl
sem flaug yfir hafið
sá ekki neitt
Þokan fyllti hugann
Óljósar sýnir
óþægilegar hugsanir
Hann reyndi að nálgast ljósið
sem hann hafði heyrt um
en fann það ekki
Allt var fullt af þoku
þoku minninganna
kveðja Kvkhamlet