Ég brosi framan í heiminn
finn sólina leika við andlit mitt
finn tunglsljósið baða líkama minn
og rigninguna dansa yfir hárið mitt.

Ég hugsa, og ég flissa,
hvernig gat ég verið svo vitlaus,
heimruinn er of brosandi,
og með tárin í augunum rosi ég á móti,
til móts við heiminn sem sveik mig,
sem yfirgaf mig,
hann tók við mér aftur.

Ég hlæ hátt og hugsa,
hvernig gat ég verið svo heimsk,
aðp halda að ég ætti ekki stað hérna,
því ég er ófríð?
Ég er hamingjusöm núna,
og það er það sem skiptir máli.
Ástin getur bjargað mannslífum.


Ææææ mér finnst þetta ekki gott ljóð, en það er svona að lýsa tilfinningum mínum núna, reyni að búa til betra úr þessu seinna:)
Kveðja,
Eyrún