16.08.07.

Finndu goluna hlýja
sem fer norður yfir fjöllin
leika frjálst
um vanga þér og háls
Andann frá mér
hríslast notalega
eins og nefin andi saman
hugir verði eitt.
Lyktin sem næstum hefur verið eitt
ljóslifandi er nú hjá þér.

Ég finn goluna
að norðan frá þér.
Hún er eins og sunnan sól
í skjólinu hjá mér.
Mig dreymir um líf
sem bærist um
í fanginu á mér
Silki mjúk er húfan þín
og fagurlaga háls.
Það er bara eitt
sem kemur um þennan ás.

Það er hugmynd golunnar
um hvern hún vill