margt fyrir löngu,
var álfakastali
þar sem ég var prinsessan,
sem réð öllu alls staðar.
prikið í fjörunni,
var veldissproti,
sem ég veifaði,
bara til að fá
glas af vatni.
kötturinn minn var bryti,
hundurinn ráðsmaður,
og dýrin sem lifðu í skóginum,
voru álfar, þegnar míns ríkis.
og á hverju kvöldi dönsuðu þau.
en þetta var fyrir löngu,
nú er ég orðin stór,
og hætt að láta mig dreyma,
heimurinn er mikið flóknari núna
og fullur af sorgum.
og nú er ég búin að gleyma
hvar álfahöllin mín er,
en aldrei gleymi ég gleðinni,
sem fylgir því að hafa ýmindunarafl.
cecilie darlin