Því oftar sem ég les þetta ljóð því betra verður það. Mér finnst mjög gaman að sjá, að hér er loks komið skáld sem notar táknmál á virkilega góðan hátt. Í raun er táknmál ljóðsins opið, í stað þess að vera td. allegorískt, og lesandinn getur sett sína upplifun og sjálfan sig inn í táknin, rétt eins og pardus gerði. Ég skil ljóðið ekki sama hátt og hann, ég upplifi það mun myrkara, mun fjarrænna. Mér finnst litanotkunin, fjólubláleikinn, vera svo fjarlægt en jafnframt einhvern veginn drungalegt. Ljósakrónan sem stráir myrkri og svo að sjálfsögðu speglanotkunin(minnir mig á ,,Vikivaka" e. Gunnar Gunnarsson, þar sem sögumaður stendur og horfir á sjálfan sig speglast spegil úr spegli). Það er akkúrat það sem er svo gott, táknin leita út á við í stað þess að leita inn á við. Dresib, til hamingju með gott ljóð, vonast til að sjá meira því við getum öll lært eitthvað af þér.