Það var einu sinni vísindamaður sem hafði gaman að spila spil
en hann var hreinlega alltof hraður því sögðu þeir “Spila við þig ég ekki vil.”
Svo hann hannaði vél, sem flýtti tímanum í kringum hann
“Spéla veð mig spél, því spila hratt ég ekki lengur kann.”
Sagði hann og lagði stokkinn harkalega á borðið
Þá hafði Jóhann víst orðið
“Allt í lagi ég skal spila við þig eitt en þykir mér það leitt ef brögðum verður beitt,
því hér verður þá heitt og ég spila ekki neitt.”
Fyrstur kom hjarta tvistur
Svo gosi með litlu brosi
Ás kom af glás
svo ekki þurfti meira
Þetta vildi Jóhann ekki heyra
“Því kom þristur ekki fyrstur.” Sagði hann byrstur “Bölvaði tvistur.”
Vísindamaðurinn sínum stóra því hann vantaði bunka fjóra
hann var kominn með þrjá en vantaði kóng “Hvað er hann að slóra.”
Lagt var aftur þá sagði hann hastur “Bölvaða drottinga hóra.”
Spilað var lengi og spilað loks hægt, Jóhann sá engi og glerborð fægt
Til að róa sinn huga, að fróa var ekki smuga, nei engin voru honum nægt
Loksins kom að því, síðasti bunkinn, þeir vissu hvað var þar í en hvor var nógu lunkinn?
Lagt var á borðið fyrst kom Annar ás svo kom þristur, loks kom tía og lítil drottningarpía
En hver var með kónginn var hann í þessum bunka? Þar sem gömlu spilin eru geymd
Og öllum löngu gleymd, var hann í þessum bunka? Hafði hann misst af spilinu sínu?
Hafði hann litið undan bara pínu? Var hann í þessum bunka?
Jóhann tók upp þristinn, leit svo á frystinn og spurði“Langar þig í ís gamli maður?”
Hann var í þessum bunka….. vél fór aldrei í gang, tíminn gekk sinn vanagang
“En ég tapaði, ég vísindamaðurinn brjálaði, hann mér kálaði í spili sem ég sjálfur málaði.
Ó kristur, þessi fjandans þristur.”