gnísta frostbitnar tennurnar fast
ég skil þetta allt betur á efri árum
rétti þér ekki hjálparhönd þegar þú dast
mannvonskan var ekki alltaf svona
í eina tíð þótti ég góður maður
þar til í líf mitt kom fögur kona
fáguð orð mín breyttust í þvaður
staddur er í banka og á afríkubauk lít
jólaleg samúðin umlykur strætinn rauð
með fátæklegum augunum á þetta ég skít
veld óró er ég í baukinn treð heimasmurt brauð
“True words are never spoken”