söngur lævirkjans hljómar í eyrum mínum,
ég dansa, því lífið er svo fallegt.
en þá kemur vondi skugginn,
og hrifsar frá mér allt það góða.
tekur vonina, gleðina og bjartsýnina burt,
og ég græt……..


sólsetrið er svo fallegt að ég tárast,
ég græt því ég get ekki notið þess lengur,
ekki eins og áður, það get ég aldrei aftur.
því vondi skugginn hrifsaði burt gleðina.
vondi skugginn hrifsaði burt allt það góða.
og ég syrgi…….

ég geng um í svörtu, það er enginn dáin,
nema ég, ég er dauð, ég er dáin.
ég vil ekki lifa. því að lifa fylgir að hugsa,
og ég vil ekki hugsa, ég vil ekki muna,
hvað gerist í skjóli nætur,
og ég öskra…..

það er svo sárt, það er svo ljótt,
mér finnst ég vera óhrein,
einu sinni var ég lítil saklaus stelpa,
einu sinni var ég lifandi glöð og ánæð,
einu sinni dansaði ég við söng lævirkjans.
og ég sef……

einu sinni átti ég líf.

og ég græt……………
og ég syrgi…………..
og ég öskra…………..
og ég sef…………….að eilífu.
cecilie darlin