Ég veit ekki alveg með þennan prósa en ég fékk allt í einu upp minningarbrot frá því þegar ég var lítill patti að búa til snjókalla =o)
varð að koma því á blað (eða skjá)

Veröldin varð svo falleg þegar maður var svona lítill og fyrsti snjórinn kom.




Geng eftir þér hvítt teppi
fellur mjúkt frá himnum ó svo kalt svo hreint
svalar ásjónu minni og ég brosi.
Elti kornin er svífa flissandi frá mér
og læt mig falla í dúnmjúka snæsæng
vef hana upp
mynda engla og snjómenn
leik mér

Geng inn með lotningu rjóður í kinnum
sé bros þitt svo heitt og orð þín.
Vil ég kakó?
já takk móðir mín
segi ég móður
horfi svo út um gluggann á sköpun mína
og snjókornin sem falla frá himnum.
—–