hann hleypur hiklaust inn í logandi eldtungurnar
lyktin af sviðnu hári færist að vitum hans
hugurinn einbeittur og hræðslan óþekkt fyrirbæri
ég var bara lítill snáði umvafinn glóandi logum
sem brenndu mitt mjúka hörund inn að beini
hrjúft andlit mitt ber enn í dag vott um þennan atburð
grét af sárum kvölum og kreisti uppáhalds bangsann
úr miðju eldhafinu birtist hann eins og engill
vonin og lífsviljinn tóku mig á loft
báru mig á karlmannlegu brjóstinu niður rústirnar
svart útgrátið andlit mitt fann fyrir mannlegum kærleik
sem engin trúarbrögð geta eignað sér
engir peningar geta keypt
allt loftið virtist hrynja í kring
en veröldin hafði í raun aldrei virst traustari
“True words are never spoken”