í skipulagðri leit að hinu eina sanna fjósi
sem geymir þína himneska jötu Maríu og Jóseps
kaldur og ófrískur líkaminn kemst ekki lengra
maginn herpist skyndilega svo sárt að ég hníg máttlaus niður
eyði síðustu kröftum mínum á tóma lestarstöðina
sveitt og ringluð sé skilningsríka vitringana vísa mér leið
sest á langþráðu postulínsjötuna og læsi heiminn frá mér
ýti af öllum kröftum þessu nýja lífi inn í blautan himingeiminn
skrerandi gráturinn reynir að nísta ungt móðurhjartað úr steini
hugur minn er tómur sem svarthol og augun líflaus
titrandi hendi sturta niður betri helmingnum
“True words are never spoken”