Finnurðu fyrir birtunni
eða hverfur hún í skugga myrkurs?
Ekki kafna, hugsar þú,
en ekki hverfa, ekki fara,
ég gæti þetta ekki ein,
lítur vonaraugum út
í myrkrið.
Vonin mun aldrei hverfa,
einfeldningurinn litli,
því myrkrið það tærir
og étur upp
ást, ást þína, og þú grætur.
En mun myrkrið vinna,
eða finnurðu styrk þinn?
Leitið og þér munuð finna,
Orð Guðs,
leitaðu að ástinni í hjartanu,
í sálinni, í huganum,
og ræktaðu hana,
og þú munt finna styrk,
þú munt finna hamingju,
og umfram allt,
þú munt tína því illa
í góðmennsku hins fullkomna,
í góðmennsku hjarta þíns.