ég lít á blóðugan hnífinn og tíminn stöðvast
stend yfir kólnandi líki óþekkt manns
sem reyndi að ráðast á veruna sem ég elska
eitthvað gamalt og óþekkt eðli kviknaði snöggt
en yndislega veran öskrar eins og óður köttur
kvæsir og klórar mig til blóðs þegar ég nálgast
ég sé núna logandi óttann í dimmbjörtum augum þínum
innri ró færist loks yfir mig og ég finn að þú skilur
innst inni þú veist
við vitum bæði að hann gerði fólskulega atlögu
að tindrandi ástareldi elskendanna
en það er nóg að annar loginn lýsi
bjartari en nokkru sinni fyrr í öllu þessu endalausa myrkri
þannig að ég lyfti upp beittum og blóðugum hnífnum á loft
og slekk minn brennandi loga
“True words are never spoken”