Að lifa fyrir aðra,

að lifa með Guði,

að lifa fyrir friðinn,

að finna friðinn með öðrum,

hjartað mitt með þér,

hjartað þitt hjá mér,

í góðum höndum,

guðs höndum.



Að fylgja þeim,

að fylgja þér,

að fylgja röddinni innra með mér,

en ekki þeirri sem býr innra með þér.




Til að finna frið,

geng ég aldrei einn,

til að finna frið,

erum við sem einn.



Og ljósið ég þrái,

í ljósi ég þrífst!

En myrkrið það togar,

það togar svo fast.

Í myrkrinu dvaldi,

í myrkrinu þreifst,

myrkrið ég þekkti,

myrkrið var ég.


Hafði misst allt,

meira að segja ljósið sem ég þráði,

ég var einn og sjálfum mér gleymdur,

sá enga von því í myrkrið var djúpt.


Hvað var það sem ég gerðist?

Ég opnaði dyr og ljósið það skein.

Guð, láttu hurðina ei lokast,

kæri Guð minn, leyfðu ljósinu að skína.





Að lifa fyrir aðra,

að lifa með Guði,

að lifa fyrir friðinn,

að finna friðinn með öðrum,

hjartað mitt með þér,

hjartað þitt hjá mér,

í góðum höndum,

guðs höndum.