Ég samdi þetta í gær eftir að ég kom heim frá kærastanum mínum, ég saknaði hans svo voðalega mikið og langaði bara að hann væri hjá mér.
Ég hef aldrei liðið svona gagnvart nokkrum manni og mig langaði bara að deila því með ykkur.


Ég vildi að sængin mín
væri líka sængin þín.
Koddarnir þínir
og koddarnir mínir
væru okkar koddar.
Að rúmið mitt
væri rúmið þitt.
Og að heimili þitt
væri heimili mitt.

Í hvert skipti
sem þú kæmir heim til þín,
þá værir þú að koma heim,
til mín.
G