Jú hann kom aftur
efaðist þú um það?
ungu sálirnar hverfa aftur
í unaðsbað…

Árin líða, já árin
ennþá þau liggja þétt við hvort annað
tilbúin að takast á við næsta dag.
Við eilífðina saman.

stundum hafa atburðir
engan enda, þeir halda áfram
svo langt sem menn velja
að vera saman
að liggja þétt við hvort annað
að vilja það sama
og ekkert annað….